Gjaldþrota félag skuldar 15,7 milljarða

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Eignarhaldsfélagið Rákungur hefur verið úrskurðað gjaldþrota en félagið skuldar þrotabúi Glitnis milljarða vegna láns sem var veitt til kaupa á hlut í bankanum snemma árs 2008. 

Rák­ung­ur fékk 5,2 milljarða króna lán til kaupa á hluta­bréf­um í bank­an­um og var félagið tólfti stærsti hluthafinn í Glitni þegar bankinn féll árið 2008. Áhættunefnd Glitnis samþykkti  lánveitingu að því tilskildu að eigið fé yrði á bilinu 300 til 500 milljónir króna. 

Í frétt DV frá árinu 2010 kom fram að Rákungur hefði verið í eigu þriggja lykilstarfsmanna Milestone; Guðmundar Ólasonar, Jóhannesar Sigurðssonar og Arnars Guðmundssonar.

Ársreikningur Rákungs fyrir árið 2016 sýnir að félagið sé í 100% eigu Glitnis HoldCo ehf. Heildarskuldir félagsins voru 15,7 milljarðar króna en eignir aðeins rúm milljón. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK