Birta niðurstöður eftir hálfs árs seinkun

Skarphéðinn Berg Steinsson, ferðamálastjóri.
Skarphéðinn Berg Steinsson, ferðamálastjóri. mbl.is/Sigurður Bogi

Ferðamálastofa og Hagstofa birta niðurstöður nýrrar landamærarannsóknar í næstu viku en lagt var upp með að niðurstöðurnar lægju fyrir síðasta sumar. 

Verkefnið var boðið út á vegum Ríkiskaupa á Evrópska efnahagssvæðinu í október 2016 og var tilboð danska markaðsrannsóknarfyrirtækisins Epinion P/S metið hagstæðast. Áætlað var að framkvæmd rannsóknarinnar hefðist á vormánuðum 2017 og að fyrstu niðurstöður yrðu birtar um sumarið. 

„Þetta var snúnara en menn höfðu gert sér grein fyrir,“ segir Skarphéðinn Berg Steinsson ferðamálastjóri. Hann segir að búið sé að tímasetja birtingu niðurstaðna í næstu viku. „Þetta er stórt verkefni með nýjum aðilum og það er ein af ástæðunum fyrir því að þetta tók lengri tíma.

Rannsóknin beinist að ferðamönnum á leið frá Íslandi og byggist á gagnaöflun á Keflavíkurflugvelli sem fylgt er eftir með netkönnun meðal svarenda. Þannig verður til áreiðanlegri tölfræði um fjölda, útgjöld, atferli og viðhorf ferðamanna.

Skarphéðinn var ekki með kostnað verkefnisins á reiðum höndum þegar blaðamaður mbl.is náði tali af honum en sagði hann vera umtalsverðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK