Verslanir The Viking færðar á annað félag

mbl.is/Eggert

Búið er að opna verslanir The Viking á ný en þeim hafði verið lokað af lögreglu í samráði við tollstjóra vegna vangoldinna gjalda.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu og á Ak­ur­eyri lokaði þrem­ur versl­un­um The Vik­ing að beiðni embætt­is toll­stjóra um miðjan janúar. Var verslunin á Akureyri innsigluð en hinar tvær ekki. Jó­hanna Lára Guðbrands­dótt­ir, deild­ar­stjóri lög­fræðideild­ar á inn­heimtu­sviði toll­stjóra, sagði ekki algengt að beita þyrfti þessum aðgerðum til fulls. 

Inn­heimtu­menn rík­is­sjóðs hafa heim­ild til að láta stöðva at­vinnu­rekst­ur ef það eru van­skil á ákveðnum gjald­teg­und­um og skött­um. Atvinnurekstur getur hafist að nýju með tvennum hætti. Annars vegar með því að greiða meirihluta gjaldanna og hins vegar að flytja reksturinn yfir á nýja kennitölu. 

Verslanir The Viking voru áður reknar undir kennitölu einkahlutafélagsins Hóras. Samkvæmt kvittun úr versluninni á Hafnarstræti eru þær nú undir kennitölu félagins H-fasteignir sem fékk virðisaukaskattsnúmer fyrir blandaða heildverslun um áramótin. Sami stjórnarmaður er í báðum félögum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK