Ein og hálf milljón kom í leitirnar

Fé­lagið Sport­fit­n­ess átti fé­lagið Þrek Hold­ing ehf. með fé­lag­inu Þreki ...
Fé­lagið Sport­fit­n­ess átti fé­lagið Þrek Hold­ing ehf. með fé­lag­inu Þreki ehf. sem var í eigu Björns Leifs­son­ar, eig­anda World Class. mbl.is/Golli

Gjaldþrotaskipti á þrotabúi Sportfitness voru tekin upp að nýju eftir að lóð kom í leitirnar. Þrotabú Sportfitness var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2014 og lauk skiptum sama ár. Niðurstaðan var sú að engar eignir fundust upp í kröfur sem námu 663 milljónum. 

Í Lögbirtingarblaðinu er greint frá því að málið hafi verið tekið upp að nýju eftir að eign kom í ljós. Fékkst tæp ein og hálf milljón upp í kröfurnar. Samkvæmt upplýsingum frá skiptastjóra búsins komu peningar inn í búið þegar félaginu, sem Sportfitness átti 1,6% hlut í, var slitið og lóð, sem var aðaleign þess, var seld. 

Sport­fit­n­ess var meðeig­andi út­rás­ar­fé­lags Björns Leifs­son­ar, Þreks Hold­ing. Sport­fit­n­ess gekkst í ábyrgð fyr­ir láni sem var veitt fyr­ir kaup­um á lík­ams­rækt í Dan­mörku. Eigandi þess sagði gjaldþrotið vera hefndarráðstöfun hjá Birni. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir