Viðskipti
| Morgunblaðið
| 7.2.2018
| 5:30
| Uppfært
7:37
Eldsneytisverðið tvö- eða þrefaldast
Margir flugmenn hafa áhyggjur af eldsneytisverði.
mbl.is/Árni Sæberg
„Við erum nú að sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni. Mér sýnist að þetta feli í sér kostnaðarauka hvaða leið sem er farin,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands.
Flugmenn hafa getað notað etanóllaust eldsneyti á smærri vélar síðustu misseri. Nú hafa Matthías og félagar hans fengið þau skilaboð frá birgjum að þær birgðir verði brátt á þrotum og etanóllaust eldsneyti verði jafnvel ófáanlegt á landinu.
„Þetta hefur í verstu tilvikum í för með sér að flugmenn þurfa að greiða allt að tvöfalt eða þrefalt hærra verð fyrir eldsneyti,“ segir Matthías í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.