Hagnaður Rio Tinto eykst um 90%

Rio Tinto.
Rio Tinto. AFP

Hagnaður Rio Tinto jókst um 90% á síðasta ári og nam 8,76 milljörðum bandaríkjadala. Rio Tinto á og rekur álverið í Straumsvík. Ákveðið hefur verið að greiða hluthöfum ríflegan arð af eign sinni í félaginu.

Hagnaður Rio Tinto nam 4,62 milljörðum bandaríkjadala árið 2016 en árið 2015 var fyrirtækið rekið með tapi á sama tíma og hrávöruverð lækkaði á heimsmarkaði vegna minni hagvaxtar í Kína.

Alls verða 5,2 milljarðar bandaríkjadala, 2,90 dalir á hlut, greiddir út í arð. Jafnframt mun félagið kaupa eigin hlutabréf fyrir milljarða. Hlutabréf Rio Tinto hækkuðu um 3,82% í kauphöllinni í Sydney í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK