Lagabreytingin lögð fram á þessu þingi

Kauphöllin. Stefnt er að framlagningu lagafrumvarps um breytingar á lögum …
Kauphöllin. Stefnt er að framlagningu lagafrumvarps um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki á þessu þingi. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stefnt er að framlagningu lagafrumvarps um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki á þessu þingi. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins, en sagt var frá því fyrr í dag að íslensk stjórn­völd hafi ekki inn­leitt til­skip­un um end­ur­skipu­lagn­ingu og slitameðferð lána­stofn­ana með full­nægj­andi hætti að mati Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA (ESA).  Sendi stofn­un­in í dag frá sér rök­stutt álit um málið.

Til­skip­un­in (2001/​24/​EB) fjall­ar um end­ur­skipu­lagn­ingu eða slitameðferð lána­stofn­ana inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins (EES). Sam­kvæmt til­skip­un­inni ræðst end­ur­skipu­lagn­ing­in af þeirri málsmeðferð, lög­um og regl­um sem gilda í heimarík­inu, því ríki þar sem lána­stofn­un­in er skráð.

Um er að ræða þrjár undantekningar frá einni aðalmeginreglu tilskipunarinnar um að lög heimaríkis lánastofnunar gildi um endurskipulagningu eða slitameðferð hennar. Þessar þrjár undantekningar sem um ræðir eru réttur til skuldajafnaðar (e. Set-off), greiðslujöfnunarsamningar (e. Netting agreements) og löggerningar sem eru lánardrottnum skaðlegir (e. Detrimental acts). Segir á vef Stjórnarráðsins að ákvæðin hafi verið innleidd í 2. mgr. 99. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki en að það sé mat ESA að ekki hafi verið staðið að innleiðingunni með fullnægjandi hætti.

„Á þingmálaskrá fyrir yfirstandandi þing er gert ráð fyrir framlagningu lagafrumvarps um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki sem ætlað er að bregðast við þeim athugasemdum sem fram koma í áliti ESA. Stefnt er að framlagningu þess fyrir lok þessa mánaðar,“ segir í fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK