Mikill rekstrarviðsnúningur hjá Landsneti

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. mbl.is/ Árni Sæberg

Landsnet hagnaðist um 2.991 milljónir króna árið 2017 en árið áður var tap upp á 1.384 milljónir króna. 

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) árið 2017 nam 6.336 milljónum króna samanborið við 5.308 milljónir árið 2016. Nam hækkunin rúmum milljarði á milli ára og skýrist hún aðallega af breytingum á gjaldskrám og áhrifum af styrkingu krónunnar.

Í tilkynningu vegna uppgjörsins kemur fram að endurfjármögnun langtímalána í lok árs 2016 hafi skapað jafnvægi í rekstri félagsins. Áhætta vegna gjaldmiðla hafi minnkað töluvert og séu heildaráhrif af styrkingu krónunnar ekki mikil í rekstri.

Haft er eftir Guðmundi Inga Ámundssyni forstjóra að árið hafi verið eitt af stærstu framkvæmdaárum fyrirtækisins og ánægjulegt sé að sjá að framkvæmdakostnaður hafi að mestu verið í samræmi við áætlanir þrátt fyrir miklar tafir í stórum verkefnum. Áfram hafi verið greitt niður lán frá móðufélaginu til þess að draga úr áhættu í endurfjármögnun vegna gjalddaga ársins 2020. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir