PCC Bakki Silicon fær losunarleyfi

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Umhverfisstofnun hefur gefið út losunarleyfi vegna gróðurhúsalofttegunda fyrir PCC Bakki Silicon hf. Rekstraaðila er veitt leyfi til losunar á gróðurhúsalofttegundum vegna framleiðslu á hrákísli auk heimilda að sækja um úthlutun á endurgjaldslausum losunarheimildum í samræmi við I.viðauka laga nr.70/2012 um loftslagsmál.

Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofunar.

Þar segir, að losun gróðurhúsalofttegunda kísilverksmiðjunnar falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) sem sé samevrópskt kvótakerfi með heimildir til losunar á gróðurhúsalofttegundum fyrir ákveðna iðnaðarstarfsemi og flugstarfsemi.

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Bent er á, að Ísland taki þátt í viðskiptakerfinu til að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Innan viðskiptakerfisins sé settur kvóti og unnið að minnkun losunar frá iðnaðarferlum. Markmið Evrópusambandsins ásamt Noregi og Íslandi er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 43% árið 2030 miðað við losun árið 2005 hvað varðar losun frá iðnaðarferlum.

Fram kemur, að rekstraraðilum er falli undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir beri að hafa losunarleyfi, vakta losun frá starfstöð sinni og skila árlega vottaðri skýrslu um losun gróðurhúsalofttegund frá starfstöðinni.

Skal vera endurskoðað eigi sjaldnar enn á fimm ára fresti

„Samhliða útgáfu losunarleyfis hefur Umhverfisstofnun samþykkt vöktunaráætlun PCC Bakki Silicon hf. þar sem fram kemur hvernig losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni skuli vöktuð.

Losunarleyfið öðlast þegar gildi og er ótímabundið, en skal vera endurskoðað af Umhverfisstofnun eigi sjaldnar en á fimm ára fresti og gerðar á því breytingar, ef þörf er. Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu losunarleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála,“ að því er segir í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar. 

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir