Aldrei lánað jafn mikið

Íslenskir lífeyrissjóðir veittu tæplega 139 milljarða í formi nýrra útlána til sjóðfélaga á árinu 2017. Nam vöxtur þeirra frá fyrra ári 57% en árið 2016 lánuðu sjóðirnir 88,6 milljarða.

Sé horft aftur til ársins 2015 hafa lánveitingarnar hins vegar meira en fimmfaldast. Þá námu nýjar lánveitingar aðeins 21,7 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Seðlabanka Íslands.

Raunar er útlánaaukningin slík að á síðasta ári var umfangið jafn mikið og samanlögð útlán sjóðanna á árabilinu 2012 til 2016. Langstærstur hluti lánanna er veittur í formi verðtryggðra lána eða 70,6%, eða 97,6 milljarðar króna, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í ViðskiptaMogganum í dag.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir