Launakostnaður setur mark á uppgjör United

Leikmenn Manchester United fagna marki.
Leikmenn Manchester United fagna marki. AFP

Aukinn launakostnaður hjá knattspyrnuliðinu Manchester United setti mark á uppgjör félagsins fyrir síðasta fjórðungs ársins 2017.

Laun, sem mynda helming af kostnaði félagsins, hækkuðu um 9,4% á milli síðustu ársfjórðunga 2016 og 2017. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC

Hækkunina má rekja til þess að félagið öðlaðist aftur þátttökurétt í meistaradeildinni. Alls greiddi félagið starfsfólki sínu, þar með talið leikmönnum, tæpa 10 milljarða í laun. 

Aftur á móti hækkuðu tekjur meistaradeildarinnar einnig og nam aukning sjónvarpstekna 17% á milli ára. Rekstrarhagnaður félagsins nam rúmum 4,1 milljarði seinustu þrjá mánuði síðasta árs og dróst saman um 23% frá sama tímabili ársins á undan. 

„Viðskiptalíkan okkar hefur gert okkur kleift að fjárfesta í framtíð félagsins með því að framlengja samninginn við José Mourinho þjálfara og kaupa Alexis Sanchez. Við horfum fram á restina af leiktíðinni með sjálfstrausti,“ segir Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir