Niðurskurður hjá Debenhams

Tveimur verslunum Debenhams var lokað í janúar.
Tveimur verslunum Debenhams var lokað í janúar.

Um 320 störf verða lögð niður hjá Debenhams vegna endurskipulagningar hjá verslunarkeðjunni. Vonast er til þess að hægt verði að endurráða starfsfólkið sem þessi breyting bitnar á. Ekki stendur til að loka verslunum á næstunni en tveimur búðum Debenhams í Bretlandi var lokað í janúar.

Í síðasta mánuði voru 10 milljóna punda niðurskurðaráform kynnt. Helsta ástæðan er dræm jólaverslun, segir í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar, og var afkomuviðvörun gefin út.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir