4,1 milljarðs tap á fjórða ársfjórðungnum

Icelandair hagnaðist um 37,7 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári sem jafngilda tæpum 3,9 milljörðum íslenskra króna. Það er meira en helmingi minni hagnaður en árið á undan þegar hagnaðurinn nam 89,1 milljón dala. 

EBITDA ársins var 170,2 milljónir evra, samanborið við 219,8 milljónir árið 2016. Félagið spáir EBITDA á bilinu 170 til 190 milljónir dala á þessu ári. 

EBITDA fjórða ársfjórðungs var neikvæð um 16,9 milljónir dala, sem nema 1,7 milljörðum íslenskra króna, og lækkaði á milli ára. Heildartap nam um 40 milljónum dala, eða um 4,1 milljarði króna. Heildartekjur ársfjórðungsins jukust hins vegar um 14% á milli ára. 

Í tilkynningu um uppgjörið er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni forstjóra að fjárhagur félagsins sé sterkur en mikil samkeppni sé á öllum mörkuðum félagsins. 

Bókunarstaða í millilandaflugi er góð á fyrri árshelmingi en töluverð óvissa er á síðari hluta ársins, einkum hvað varðar þróun meðalfargjalda. Afkomuspá félagsins fyrir árið 2018 endurspeglar þessa óvissu en gert er ráð fyrir að EBITDA ársins verði 170-190 milljónir USD.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK