Lækkun á mörkuðum víða

Nikkei-vísitalan lækkaði í dag.
Nikkei-vísitalan lækkaði í dag. AFP

Japanska hlutabréfavísitalan Nikkei lækkaði um 2,32% í dag og fylgdi því sama mynstri og vísitölur í Evrópu og Bandaríkjunum en þar varð lækkun á mörkuðum í gær.

Nokkur óstöðugleiki virðist nú ríkja á mörkuðum. Í London lækkuðu hlutabréf í verði í kjölfar viðvörunar Englandsbanka á meiri vaxtahækkun en markaðssérfræðingar höfðu gert ráð fyrir.

Dow-vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um 4,2% í gær. Talsmaður Hvíta hússins, Raj Shah, lét í ljós áhyggjur sínar en hélt áfram að benda á atvinnuleysistölurnar sem eru lágar um þessar mundir. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir