Laundromat lokað á sunnudaginn

Veitingastaðnum The Laundromat Cafe, sem er til húsa í Austurstræti 9, verður lokað á sunnudaginn eftir sjö ár í rekstri.

Frá þessu greinir Friðrik Weisshappel Jónsson, eigandi The Laundromat Cafe í Kaupmannahöfn, á Facebook en hann segir að ekki hafi náðst saman um áframhaldandi samstarf við leyfishafann Þvottakaffi ehf. og eiganda þess.

Aftur á móti segir Friðrik að hann sé í viðræðum við nýja samstarfsaðila og telur hann líkur á að Laundromat Cafe verði opnað fljótlega á öðrum stað.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir