Vísindamenn handteknir fyrir að vinna bitcoin

AFP

Rússneskir vísindamenn hjá háleynilegri rannsóknarstöð sem þróar kjarnorkuodda hafa verið handteknir vegna gruns um að þeir hafi verið að nota ofurtölvu í leyfisleysi til að framleiða rafmyntir. 

Þessu er greint frá á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBCOfurtölvan átti ekki að vera nettengd og þegar vísindamennirnir reyndu að tengja hana var öryggisdeild stofnunarinnar gert viðvart. Þeim var síðan komið í hald rússnesku alríkislögreglunnar. 

Vísindamennirnir störfuðu hjá rannsóknarstöðunni Federal Nuclear Centre í Sarov í vesturhluta Rússlands en svæðið þar í kring er girt rækilega af til þess að halda forvitnum frá. Þar var fyrsta kjarnorkusprengja Sovétríkjanna smíðuð á tímum kalda stríðsins. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir