Baddý kosin í stjórn Drupal

Baddý Sonja Breidert hefur verið kosin í stjórn Drupal Association. Stjórn Drupal samtakanna ber ábyrgð á því að vinna stefnu og ákvarða hlutverk samtakanna til að sameina alþjóðlegt opið samfélag sem vinnur að því að byggja upp og kynna Drupal. 

Drupal-hugbúnaðurinn sem er opinn og frjáls hugbúnaður (e. open-source) er skrifaður í PHP og dreift undir GNU, General Public License. Í tilkynningu vegna málsins kemur fram að Drupal sé notað í að minnsta kosti 2,3% af öllum vefsvæðum um allan heim. 

Baddý sem er 37 ára gömul, er eigandi og framkvæmdastjóri 1xINTERNET GmbH. 1xINTERNET er Drupal-hugbúnaðarfyrirtæki með aðalskrifstofu í Frankfurt, Þýskalandi, og dótturfyrirtæki á Conil, Spáni. Fyrirtækið samanstendur af 24 Drupal-sérfræðingum frá 12 löndum.

Baddý lauk B.Sc. í tölvunarfræði árið 2003 frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. í verkfræði árið 2008 frá Tækniháskólanum í Vínarborg. Hún hefur unnið að því að kynna Drupal innan Evrópu og er einn af stofnendum þýska Drupal-viðskiptasamfélagsins auk Drupal Splashawards í Þýskalandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK