Icelandair greiðir 750 milljónir í arð

Stjórn Icelanda­ir Group hf. mun leggja til við aðal­fund fé­lags­ins í vor að greidd­ur verði arður til hlut­hafa að fjár­hæð 750 millj­ón­ir króna, eða sem nem­ur 0,15 krón­um á hvern hlut. Auk þess hefur stjórnin samþykkt endurkaup á bréfum félagsins um allt að 750 milljónir króna. 

Þetta kemur fram í fjárfestakynningu Icelandair. Ársuppgjör Icelandair sem var birt á föstudaginn sýndi tap upp á 4,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Hagnaður ársins í ár var aftur á móti 3,9 milljarðar króna. 

Í fjárfestakynningunni er tapið á fjórðungnum rakið til eldsneytisverðs sem var 35% hærra í árslok en þegar það var sem lægst í júní. Rúmur helmingur af áætluðum eldsneytiskaupum þessa árs, 55%, hefur verið áhættuvarinn á verðinu 549 dalir á hvert tonn. 

Þar sem af er degi hafa hlutabréf í Icelandair hækkað lítillega í verði, eða um 0,3% í 103 milljóna króna viðskiptum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK