Umbreytingar í Smáralind drógu úr hagnaði

Helgi Gunnarsson, forstjóri Regins
Helgi Gunnarsson, forstjóri Regins mbl.is/​Hari

Fasteignafélagið Reginn hagnaðist um 3,8 milljarða á síðasta ári sem er 11% minni hagnaður en árið áður. 

Í uppgjöri Regins segir að yfirstandandi umbreytingar í Smáralind á árinu 2017 hafi haft áhrif á tekjur og afkomu. Áhrifin felist í tímabundið lægri tekjum og hærri rekstrarkostnaði en þessar umbreytingar séu að mestu yfirstaðnar.

Leigutekjur félagsins uxu um 8% á milli ára og rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir um 4%. Rekstrartekjur námu 7.124 milljónum króna og bókfært virði fasteigna var 97.255 milljónir í lok árs. Hagnaður á hlut nam 2,41 samanborið við 2,78 árið áður.

Félagið seldi 17 fasteignir á árinu og var söluverð 973 milljónir króna. Þau viðskipti eru hluti af stefnu félagsins að selja minni og óhagstæðari eignir. Í lok árs 2017 átti Reginn 122 fasteignir. Heildarfermetrafjöldi fasteignasafnsins var yfir 329 þúsund fermetrar og var útleiguhlutfall fasteignasafnsins 95% miðað við tekjur.

Stjórn félagsins leggur til að ekki verður greiddur arður á árinu 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK