Beint frá Viðskiptaþingi 2018

Frá Viðskiptaþingi á síðasta ári.
Frá Viðskiptaþingi á síðasta ári. mbl.is/Eggert

Viðskiptaráð Íslands stendur fyrir Viðskiptaþingi á Hilton Nordica kl 13. Viðburðurinn er sýndur í beinni útsendingu á mbl.is. 

Yfirskrift þingsins er „Straumhvörf - samkeppnishæfni í stafrænum heimi“ og meðal framsögumanna eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, danski frumkvöðullinn Tommy Ahlers og Andrew Mcafee, vísindamaður hjá MIT-háskólanum. 

Streymt verður frá spennandi upphafsatriði auk ræðu formanns Viðskiptaráðs og ræðu forsætisráðherra sem áætlað er að hefjist um kl 14.30. 

Hér má sjá dagskrá Viðskiptaþings.mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir