Yfir þúsund milljarða fjárfesting í mannvirkjagerð

Á næstu þremur árum má gera ráð fyrir því að …
Á næstu þremur árum má gera ráð fyrir því að fjárfestingar í mannvirkjum hér á landi nemi samtals rúmlega 1.000 milljörðum króna. Þar af er fjárfesting í atvinnumannvirkjum tæpir 500 milljarðar, fjárfesting í íbúðum rúmir 400 milljarðar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Framleiðni í byggingariðnaði vex hægar en í öðrum greinum og hefur það skaðleg áhrif á íbúðamarkað á sama tíma og búist er við meira þúsund milljarða fjárfestingu í mannvirkjum á Íslandi næstu þrjú árin. Aukin framleiðni í byggingariðnaði myndi stuðla að ódýrari íbúðum og leiða til þess að húsnæðisvandi þjóðarinnar leysist hraðar en nú er raunin.

Þetta eru á meðal niðurstaðna nýrrar greiningar Íbúðalánasjóðs og Íslenska byggingavettvangsins sem byggir á niðurstöðum rannsóknar á framleiðni í íslenskum byggingariðnaði.

Fram kemur, að skortur hafi einkennt framboðshlið húsnæðismarkaðarins síðustu ár og fram kom í máli fundarmanna að aukin framleiðni í byggingariðnaði sé eitt mikilvægasta verkefni húsnæðismála um þessar mundir.

400 milljarðar í íbúðir

Þá segir, að á næstu þremur árum megi gera ráð fyrir því að fjárfestingar í mannvirkjum hér á landi nemi samtals rúmlega 1.000 milljörðum króna. Þar af sé fjárfesting í atvinnumannvirkjum tæpir 500 milljarðar, fjárfesting í íbúðum rúmir 400 milljarðar og fjárfesting í mannvirkjum hins opinbera tæpir 200 milljarðar. Umfang mannvirkjagerðar hér á landi nálgast nú árin fyrir hrun, þó enn sé nokkuð í hápunkt áranna 2006 og 2007.

Greiningin var kynnt á fjölmennum fundi í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs í …
Greiningin var kynnt á fjölmennum fundi í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs í dag. mbl.is/Eggert

„Þegar svo miklar fjárhæðir eru undir skiptir öllu máli að uppbyggingin sé hagkvæm til að nýta sem best þá framleiðslugetu sem er til staðar í byggingariðnaði. Undanfarin ár hafa fyrirtæki í byggingariðnaði vaxið hratt, en nú eru ákveðin ummerki um vaxtarverki. Gríðarlegur skortur hefur myndast á fagfólki í mannvirkjagreinum og færri fyrirtæki en áður vilja fjölga starfsfólki, þrátt fyrir góða verkefnastöðu,“ segir í tilkynningunni.

Miklar sveiflur

Ennfremur segir, að sveiflur í byggingariðnaði hér á landi séu á bilinu tvöfalt til þrefalt meiri en í öðrum greinum. Fyrirtækin í byggingariðnaði séu að meðaltali smærri en önnur fyrirtæki og nýsköpun á meðal þeirra er minni. Meðal annars af þessum sökum vaxi framleiðni í byggingariðnaði hægar en í öðrum greinum hagkerfisins, bæði á Íslandi og erlendis.

Lítil framleiðni í byggingariðnaði valdi því einnig að sveiflur á íbúðamarkaði verða meiri en ella. Lengri tíma taki að byggja íbúðir og meira vinnuafl þarf á hverja íbúð. Því geti aukin framleiðni í byggingariðnaði stuðlað að auknum stöðugleika í húsnæðismálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK