Embættið skortir heimildir

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. mbl.is/Árni Sæberg

Undir lok þessa árs losna ríflega 80 kjarasamningar á almennum vinnumarkaði. Í mars á næsta ári losna 135 samningar á opinbera markaðnum og gera má ráð fyrir að margir þeirra endi á borði ríkissáttasemjara.

Bryndís Hlöðversdóttir hefur haft í nógu að snúast frá þeim tíma þegar hún tók við embættinu árið 2015 en hún segir að nú standi aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld í raun á krossgötum. Nauðsynlegt sé að breyta vinnulagi við kjarasamningagerðina og einnig að finna leið til vinnslu launaupplýsinga sem sátt geti ríkt um.

Í ítarlegu viðtali í ViðskiptaMogganum í dag ræðir hún um embættið og áskoranir þess og fer m.a. yfir hvaða valdheimildir ríkissáttasemjarar í öðrum löndum hafa uppi í erminni þegar reynir á. Það eru heimildir sem Bryndís segir að mætti leiða í lög hér á landi einnig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK