Meta eignarhlutinn í USi á 5,4 milljarða

United Silicon hefur verið úrskurða gjaldþrota og hefur Arion banki …
United Silicon hefur verið úrskurða gjaldþrota og hefur Arion banki óskað eftir því að gengið verði að veðum þess í félaginu. mbl.is/RAX

Arion banki metur eignarhlut sinn í United Silicon á 5,4 milljarða og til viðbótar er félagið skráð fyrir 0,9 milljarða lánsloforði og ábyrgðum hjá bankanum. Á bókum sínum er Arion banki því í heild með 6,3 milljarða sem tengjast kísilverinu. Þetta kemur fram í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2017 sem birtur var í gær.

Eins og greint var frá í lok janúar hefur Arion banki óskað eft­ir því við skipta­stjóra þrota­bús United Silicon að gengið verði að veðum bankans í eign­um fyr­ir­tæk­is­ins, koma þeim eign­um í sölu­ferli og freista þess að koma kís­il­verk­smiðjunni aft­ur í gang. Í þeim tilgangi hefur félagið Eignabjarg verið stofnsett, en búist er við að yfirfærsla eignanna eigi sér stað á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

Í ársreikningnum segir að bankinn hyggist annað hvort hvort finna kaupendur að hinu nýja félagi í núverandi formi, ellegar framkvæma sjálfur hinar nauðsynlegu úrbætur og selja félagið að því loknu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK