Stokkar upp í stjórninni

Mikil gremja er komin upp í hluthafahópi greiðslukortafyrirtækisins Borgunar vegna afskipta Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, af því hver myndi taka við stöðu forstjóra í Borgun þegar ljóst var að Haukur Oddsson, þáverandi forstjóri fyrirtækisins, myndi láta af störfum.

Þannig mun Birna hafa sett sig í samband við stjórnarmenn í fyrirtækinu, sem er að meirihluta í eigu bankans, og þrýst á að Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands, yrði ráðin í starfið.

Sú beiðni gekk þvert á þann vilja stjórnarinnar að ráða Sæmund Sæmundsson til starfa. Varð niðurstaðan sú að Sæmundur var ráðinn, þrátt fyrir að Íslandsbanki tilnefni þrjá stjórnarmenn af fimm hjá Borgun, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK