KFC-stöðum lokað vegna kjúklingaskorts

KFC Japan

Fjölda veitingastaða KFC-keðjunnar í Bretlandi hefur verið lokað vegna skorts á kjúklingum sem má rekja til mistaka í dreifikerfi fyrirtækisins. 

Þessu er greint frá á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC. Í fréttinni segir að í síðustu viku hafi KFC samið við DHL um dreifingu á aðföngum en áður hafði suðurafríska fyrirtækið Bidvest séð um dreifinguna. 

Alls eru 900 KFC-skyndibitastaðir í Bretlandi og eru 90% þeirra reknir af sérleyfishöfum. 

„Við fengum nýtt dreifingarfyrirtæki til liðs við okkur og það hefur lent í smá vandræðum. Að koma ferskum kjúklingi til 900 veitingastaða um allt land er heldur flókið!“ var skrifað á Twitter-síðu KFC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK