Launakostnaður minnkaði um 642 milljónir

Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Orri Hauksson, forstjóri Símans. mbl.is/Golli

Síminn hagnaðist um 3.076 milljónir á árinu 2017 samanborið við 2.755 milljónir króna árið áður. Heildartekjur drógust saman um 3,9% á milli ára og launakostnaður dróst saman um 642 milljónir. 

Þetta kemur fram í ársuppgjöri Símans. Heildartekjur árið 2017 námu 28.433 milljónum króna samanborið við 29.572 milljónir króna árið 2016, sem er 3,9% samdráttur milli ára. Talsverðar breytingar hafa orðið á rekstri samstæðunnar sem eru sagðar skýra tekjusamdráttinn. Leiðrétt fyrir aflagðri starfsemi dregst velta saman um 1,8% milli ára.

Rekstrarhagnaður árið 2017 nam 4.919 milljónum króna samanborið við 4.626 milljónir króna árið 2016 og hækkar um 293 milljónir króna eða 6,3% milli ára.

Tekjur á fjórða ársfjórðungi 2017 námu 7.500 milljónum króna samanborið við 7.945 milljónir króna á sama tímabili 2016. Samdráttur milli ára skýrist nær alfarið af lægri sölu Sensa en tekjur á fjórða ársfjórðungi 2016 voru óvenjumiklar hjá félaginu, bæði í vörusölu og þjónustu.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði EBITDA nam 1.930 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi 2017 samanborið við 2.103 milljónir króna á sama tímabili 2016. Samdrátt á milli tímabila má að stórum hluta rekja til kostnaðar vegna starfslokasamninga á fjórða ársfjórðungi 2017. EBITDA-hlutfallið er 25,7% fyrir fjórða ársfjórðung 2017 en var 26,5% á sama tímabili 2016.

Hagnaður á fjórða ársfjórðungi 2017 nam 607 milljónum króna samanborið við 601 milljón króna á sama tímabili 2016.

Lægra verð á farsímamarkaði 

Haft er eftir Orra Haukssyni forstjóra að tekjur hafi lækkað vegna lægra verðs á farsímamarkaði, minni búnaðarsölu og aflagðrar starfsemi. Kostnaður hafi hins vegar lækkað enn hraðar, til að mynda hafi launaliðurinn dregist saman um 642 milljónir króna á milli ára. 

„Á síðasta ári fækkaði símtölum í þjónustuver Símans um 20%. Þrátt fyrir að fækkað hafi í starfsliði samstæðunnar um 11% á síðasta ári og hjá móðurfélaginu um tæpan fjórðung á undanförnum tveimur árum, mælum við aukna ánægju viðskiptavina okkar. Fjárfest var fyrir 4,8 milljarða í fyrra, en fjárfestingaþörfin verður minni fram á við.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK