Áhættuskuldbindingar í fasteignum og ferðaþjónustu

mbl.is/Eggert, samsett mynd/Elín

Íslandsbanki og Landsbankinn eru hvor með tvær stórar áhættuskuldbindingar sem samtals nema rúmum 20% af eiginfjárgrunni hvors banka. 

Greint var frá því á mbl.is að tvær stórar áhættuskuldbindingar væru í bókum Íslandsbanka. Skil­grein­ing á því eru lán­veit­ing­ar sem eru stærri en 10% af eig­in­fjár­grunni bank­ans. Í öðru til­fell­inu er um að ræða 11% og í hinu um 10% af eig­in­fjár­grunn­in­um. Nema út­lán­in 18,7-20,6 millj­örðum hvort.

Félögin sem um ræðir eru í rekstri fasteigna annars vegar en hins vegar í starfsemi tengdri ferðaþjónustu, að því er kemur fram í svari Íslandsbanka við fyrirspurn mbl.is. 

Í ársreikningi Landsbankans kemur fram að bankinn sé með tvær stórar áhættuskuldbindingar í sínum bókum, sem samtals nema 53,2 milljörðum króna eða 22% af hæfu fjármagni. Ekki var unnt að flokka skuldbindingarnar eftir atvinnugreinum. 

Stórar áhættuskuldbindingar reiknast sem samtala áhættuskuldbindinga til hóps tengdra viðskiptamanna. Í slíkum viðskiptamannahópi geta verið aðilar sem falla ekki undir sömu atvinnugreinaflokkun,“ segir í svari Rúnars Pálmasonar, upplýsingarfulltrúa Landsbankans, við fyrirspurn mbl.is. 

Þá falla engin útlán hjá Arion banka undir þessa skilgreiningu. 

Sömu reglur um áhættuskuldbindingar gilda hér á landi og innan EES en þær kveða á um að áhættuskuldbindingar fari ekki fram yfir 25% af eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækisins. Í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn mbl.is um það hvort einhverra breytinga á reglunum sé að vænta kemur fram að Basel-nefndin um bankaeftirlit hafi lagt til að lækka hlutfallið hjá alþjóðlega kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum í 15% af hæfu fjármagni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK