Kjúklingaskortur KFC versnar

KFC hefur víða verið lokað í Bretlandi.
KFC hefur víða verið lokað í Bretlandi. AFP

Skyndibitakeðjan KFC hefur þurft að loka fleiri skyndibitastöðum í Bretlandi en fyrirtækið glímir enn við umfangsmikinn kjúklingaskort. 

Á vefsíðu KFC kemur fram að 646 af þeim 900 skyndibitastöðum sem tilheyra keðjunni séu lokaðir. Það er aukning frá því í gær þegar fjöldinn nam 575, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Margir af þeim stöðum sem eru opnir bjóða hins vegar aðeins upp á takmarkað úrval vegna skortsins.

Eins og greint var frá í gær má rekja vandann til þess að KFC skipti um dreifingarfyrirtæki en DHL tók við hlutverkinu af suður-afríska fyrirtækinu Bidvest. Verkalýðsfélagið GMB segist hafa varað KFC við breytingunni sem hafði í för með sér að 255 störf hjá Bidvest lögðust af. 

„KFC sitja uppi með hundruð skyndibitastaða lokaða á meðan DHL reynir að reka alla dreifinguna út frá einni dreifingarmiðstöð. Fyrir þremur vikum vissi KFC að það hefði gert stór mistök en þá var það orðið of seint,“ segir Mick Rix, fulltrúi verkalýðsfélagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK