Kostur í þrot að beiðni tollstjóra

mbl.is/Kristinn Magnússon

Matvöruverslunin Kostur var tekin til gjaldþrotaskipta í síðustu viku að beiðni tollstjóra vegna vangreiddra opinberra gjalda.

Fyrst var greint frá málinu í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins, í dag.

Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna hafði sent inn gjaldþrota­beiðni á hend­ur Kosti vegna van­gold­inna iðgjalda í líf­eyr­is­sjóðinn og áður hafði VR sent inn beiðni um kyrr­setn­ingu eigna vegna óupp­gerðra launa ell­efu starfs­manna.

Hafa starfsmennirnir, sem telja sig eiga inni laun hjá fyrirtækinu, farið fram á að fá greiddan þriggja mánaða uppsagnarfrest.

Ákveðið var að loka versl­un­inni Kosti við Dal­veg í Kópa­vogi í byrj­un des­em­ber og sagði Jón Ger­ald Sul­len­ber­ger, eig­andi versl­un­ar­inn­ar, að Kost­ur gæti ekki keppti við Costco, eina stærstu versl­un­ar­keðju heims. 

Samkvæmt upplýsingum frá skiptastjóra þrotabúsins er búið að rýma verslunarrými Kosts á Dalvegi og hefur nýtt fyrirtæki hafið rekstur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK