Segja öryggið fært inn í 21. öldina

Starfsmenn Securitas eru rúmlega 500, þar af 300 öryggisverðir.
Starfsmenn Securitas eru rúmlega 500, þar af 300 öryggisverðir.

Öryggisfyrirtækið Securitas skrifaði á dögunum undir samstarfssamning við bandaríska tæknirisann Alarm.com. Samningurinn kveður á um sölu og þjónustu á snjöllum öryggislausnum fyrir heimili og fyrirtæki.

Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas, segir að Alarm.com sé með rúmlega sex milljónir viðskiptavina í Bandaríkjunum og sé langstærsti aðilinn á þessu sviði í heiminum. Hann segir að það sé mikill gæðastimpill að fá að selja lausnir þeirra hér á landi, en að hans sögn er um að ræða eina mestu byltingu í öryggisbúnaði hér á landi í mörg ár.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ómar að lausnin muni veita viðskiptavinum „aukin lífsgæði og hugarró“og íslensk heimili geti með búnaðinum fært sig inn í 21. öldina í öryggisvöktun, enda sé hægt að klæðskerasníða lausnirnar eftir þörfum hvers og eins.

Áætlað er að sala á lausninni hefjist í næstu viku, en um 50 aðilar eru nú þegar með kerfið í prófun með góðum árangri, að sögn Ómars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK