Telja að Seðlabankinn geti orðið valdur að næstu kreppu

Innflæðishöft draga úr áhrifum peningastefnunnar á gengisþróun.
Innflæðishöft draga úr áhrifum peningastefnunnar á gengisþróun. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Með því að hindra innflæði fjármagns og þar með áhrif peningastefnunnar á gengi krónunnar, gæti Seðlabanki Íslands þurft að þvinga fram samdrátt í innlendri starfsemi til þess að ná tökum á verðbólgunni.

Mislesi bankinn stöðuna gætu aðgerðir hans valdið enn frekari samdrætti í efnahagslífinu og meiri lækkun á eignaverði en markmiðið var í upphafi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þetta er mat hagfræðinga breska hagrannsóknarfyrirtækisins Capital Economics, sem í fyrradag gaf út greiningarskýrslu um stöðu og horfur í efnahagsmálum á Íslandi undir yfirskriftinni: Hvað fór vel og hvað gæti farið illa? (What went right and what might go wrong?)

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir