Ný Hótel Örk opnuð í maí

Gamli og nýi tíminn. Herbergin verða á fjórum hæðum. Sum ...
Gamli og nýi tíminn. Herbergin verða á fjórum hæðum. Sum þeirra verða með svalir. Tölvuteikning/Tark arkitektar.

Áformað er að taka nýja álmu á Hótel Örk í notkun 15. maí næstkomandi. Með henni tvöfaldast fjöldi herbergja á hótelinu. Verkið hefur unnist hratt en framkvæmdir hófust á síðari hluta árs í fyrra.

Jakob Arnarson, hótelstjóri á Hótel Örk, segir að með nýju álmunni bætist við 78 herbergi. Fyrir eru 79 herbergi og verða því alls 157 herbergi á hótelinu.

Viðbyggingin er í öðrum stíl en núverandi byggingar. Hún verður með flötu þaki og álklæðningu. Ásgeir Ásgeirsson, arkitekt hjá Tark arkitektum, teiknar húsið. Í  umfjöllun um stækkunina í Morgunblaðinu í dag segir Jakob að í nýju álmunni verði 68 stærri herbergi, 8 minni svítur og tvær 55 fermetra svítur. Herbergi í þessum stærðarflokkum höfði meðal annars til kínverskra og bandarískra ferðamanna.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir