Snjallsímasala dregst saman í fyrsta sinn

Sala á nýjasta iPhone-inum, Apple X, hefur ekki staðið undir …
Sala á nýjasta iPhone-inum, Apple X, hefur ekki staðið undir væntingum. AFP

Snjallasímasala dróst saman á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Um 408 milljónir snjallsíma seldust á tímabilinu, 5,6% færri en á sama tíma árið 2016. Þetta er í fyrsta sinn frá því sjallsímar komu á markaðinn fyrir um áratug sem sala dregst saman á milli ára. Business Insider greinir frá.

Mestu munar um samdrátt hjá risunum tveimur á snjallsímamarkaði, Apple og Samsung. Sala á iPhone, símum Apple, dróst saman um 5,6% og hjá Samsung um 4%. Fyrirtækin tvö bera höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur, en þau seldu svo til jafnmarga snjallsíma á ársfjórðungnum, um 75 milljónir hvort.

Á vef Business Insider eru nefndar nokkrar ástæður fyrir samdrættinum.

Í fyrsta lagi sé líftími snjallsíma að lengjast. Eftir því sem tækninni fleygir fram kaupi fólk dýrari og vandaðri síma og ætlist til þess að þeir endist lengur. Minni munur sé einnig á milli uppfærslna frá ári til árs, en áður var. Því hafi neytendur minni hvata til að uppfæra símana sína.

Skortur á ódýrum gæðasímum er einnig nefndur sem möguleg ástæða, en hann geri mörgum erfitt að skipta úr gamaldags farsímum yfir í snjallsíma.

Búist er við að snjallsímasala aukist lítillega á árinu með nýrri tækni á borð við öflugri raddþjónum (eins og Siri og Google Assistant), sýndarveruleika og snjallsímum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK