Íslenska ríkið farið úr hluthafahópnum

mbl.is/Eggert

Viðskipti með hlutabréf í Arion banka hafa gengið í gegn. Íslenska ríkið er farið úr hluthafahópi Arion banka og fær 23,5 milljarða fyrir sinn 13% hlut sem var seldur til Kaupskila auk 7,7 milljarða í formi stöðugleikaframlags. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka. Þar segir að jafnframt hafi Arion banki keypt 9,5% af eigin hlutabréfum. Uppgjörsdagur þessara viðskipta hafi verið í dag, eða fimm dögum síðar en fyrirhugað var, og hafi því kaupverð hinna seldu hluta breyst lítillega í samræmi við skilmála samnings Kaupskila og íslenska ríkisins.

„Alls 24 íslenskir fjárfestingarsjóðir í rekstri hafa bæst í hluthafahóp Arion banka með samtals 2,54% hlutafjár, en eignarhlutur hvers sjóðs er undir 1%. Tveir hluthafar bankans hafa jafnframt aukið hlut sinn í bankanum, Trinity Investments (Attestor Capital LLP) um 2,0% og alþjóðlegi fjárfestingarbankinn Goldman Sachs um 0,8%. Kaupskil seldu jafnframt um 1,84% af fyrirliggjandi hlut sínum í Arion banka í þessum viðskiptum,“ segir í tilkynningunni. 

Í samræmi við samþykkt á hluthafafundi Arion banka í febrúar um að greiða hluthöfum bankans 25 milljarða króna í arð, að frádregnum kaupum á eigin bréfum sem námu 17,1 milljarði króna, mun Arion banki greiða hluthöfum sínum 7,9 milljarða í arð, sem var skilyrtur við sölu Kaupskila á hlut í Arion banka. 

<span><span>„Hlutur Kaupskila í arðgreiðslunni, 4,4 milljarðar króna, og söluandvirði 1,84% hlutafjár í bankanum, 3,3 milljarðar, rennur óskipt til íslenska ríkisins sem stöðugleikaframlag, samtals 7,7 milljarðar króna. Alls fær íslenska ríkið því í sinn hlut ríflega 31 milljarð króna vegna þessara viðskipta með hlutabréf í Arion banka og arðgreiðslunnar.“</span></span>

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK