Félag Björgólfs og Róberts gjaldþrota

Samsett mynd

Einkahlutafélagið Mainsee holding hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2016 nema skuldir þess 10,5 milljörðum króna. 

Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Mainsee Holding var í jafnri eigu Novator Pharma, félags Björgólfs Thor Björgólfssonar, og Salt Pharma, sem var í eigu Róberts Wessman gegnum félagið Salt Investment.

Mainsee holding hélt utan um hlut þeirra í þýska lyfjafyrirtækinu Main­see Pharma GmbH. Nú er það í 100% eigu slitabús Glitnis sem tók yfir stærstu eignir Salt Investment árið 2009. 

Deilur á milli Björgólfs og Róberts spruttu upp í kringum félagið. Björgólfur sakaði Róbert um fjárdrátt og krafðist þess fyrir dómi að Róbert og Árni Harðarson viðskiptafélagi hans yrðu gert að greiða sér 2.000.000 evr­ur. Hæstiréttur sýknaði Róbert og Árna snemma á síðasta ári. 

Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs Thors, sagði í samtali við DV árið 2010 að Björgólfur hefði gert Mainsee-skuldina upp í skuldauppgjöri sínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK