Ferðaþjónusta nær þrefalt stærri en sjávarútvegur

Ferðamenn í Perlunni.
Ferðamenn í Perlunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útflutningsverðmæti ferðaþjónustu er orðið tæplega þrefalt meira en útflutningsverðmæti sjávarafurða og lætur nærri að það hafi reynst helmingi meira en samanlagt útflutningsverðmæti sjávarafurða og áls. 

Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að útflutningur ferðaþjónustu hafi aukist töluvert á síðasta ári á sama tíma og útflutningsverðmæti sjávarafurða hafi dregist saman. 

Útflutningur ferðaþjónustu nam 504 milljörðum króna og jókst um 41 milljarða á milli ára, eða um 8,9%. Ef ekki hefði komið til aukning í útflutningi ferðaþjónustu hefði útflutningur þjónustu dregist saman um 15 milljarða króna, eða 2,3%. Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 183 milljörðum króna og útflutningsverðmæti áls 184 milljörðum króna. 

Útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga námu 176,5 milljörðum á síðasta ári og jukust um 24,5 milljarða á milli ára, eða 16,1%. Hagfræðideild Landsbankans segir að skýra megi það að hluta til með styrkingu krónunnar sem hefur aukið kaupmátt íslenskra heimila erlendis. Einnig hafi efnahagslegur uppgangur hér á landi og aukinn kaupmáttur mikið að segja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK