Lacoste breytti vörumerki sínu

Póló-bolir með myndum af dýrum í útrýmingarhættu.
Póló-bolir með myndum af dýrum í útrýmingarhættu.

Fataframleiðandinn Lacoste skipti út krókódílnum, einkennismerki klæðnaðar síns, fyrir myndir af tíu dýrategundum í útrýmingarhættu. Merkin voru sett á hina þekktu pólóboli fyrirtækisins.

Vildi fyrirtækið með þessu vekja athygli á stöðu dýrategunda sem ógn steðjar nú að. 

Aðeins er um tímabundna breytingu að ræða og bolirnir með dýrunum tíu voru aðeins framleiddir í takmörkuðu upplagi. Uppátækið er hluti af herferðinni Björgum tegundunum (Save our species) sem ýtt var úr vör á tískuvikunni í París hinn 1. mars. Bolirnir eru nú þegar uppseldir.

Lengi hefur græni krókódíllinn verið bróderaður í brjóst bolanna en á nýju bolunum voru í hans stað komnar myndir af skjaldböku, tígrisdýri, Andega-steineðlu og fleiri dýrum.

Lacoste, sem er franskt fyrirtæki, ákvað að framleiða boli með hverju dýri í sama fjölda og dýrategundin telur í heiminum í dag. Þannig voru aðeins framleiddir 30 bolir með mynd Kaliforníuflóa-skjaldbökunnar og 450 með mynd af Andega-steineðlunni.

Frétt CNN um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK