Katrín Olga felld í stjórnarkjöri Icelandair

Katrín Olga Jóhannesdóttir náði ekki endurkjöri í stjórn Icelandair Group.
Katrín Olga Jóhannesdóttir náði ekki endurkjöri í stjórn Icelandair Group. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, var felld í stjórnarkjöri Icelandair Group sem fór fram á aðalfundi félagsins á Hilton hótel fyrr í dag. Katrín hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 2009. Þá hættir Georg Lúðvíksson í stjórninni.

Tveir nýir stjórnarmenn koma inn í stað Katrínar og Georgs; Heiðrún Jónsdóttir, lögmaður og stjórnarmaður í Íslandsbanka, og Guðmundur Hafsteinsson sem leiðir vöruþróun hjá Google.

Katrín seldi árið 2016 stóran hlut sinn í Icelandair Group, eða 400 þúsund hluti á genginu 24, að markaðsvirði 9,6 milljónir króna. Stór hópur hluthafa var afar ósáttur við þá ákvörðun Katrínar að selja bréf sín, en gengi hlutabréfa í félaginu féllu töluvert eftir að hún seldi.

Aðrir stjórnarmenn í stjórn Icelandair Group eru Úlfar Steindórsson, Ásthildur Margrét Otharsdóttir og Ómar Benediktsson. Stjórnin hefur þegar skipt með sér verkum og verður Úlfar áfram formaður og Ómar varaformaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK