Slapp undan flugskeytaárás fyrir 15 árum

Boeing 757-3E7 merkt flugfélaginu Arkia.
Boeing 757-3E7 merkt flugfélaginu Arkia. Wikipedia/Árpád Gordos

Icelandair fékk afhenta flugvél af gerðinni Boeing 757-3E7 í byrjun mars. Flugvélin var í flota flugfélagsins Arkia í 18 ár en fyrir rúmum 15 árum komst hún í hann krappan þegar hryðjuverkamenn reyndu að granda henni með tveimur flugskeytum. 

Þessu er greint frá á vefsíðunni Flugblogg. Þar segir að 28. nóvember 2002 hafi flugvélin tekið á loft á alþjóðlega flugvellinum Mombasa-Moi í Kenía á leið til Tel Aviv í Ísrael. Um borð voru 10 manna áhöfn og 261 farþegi. Eftir að hafa tekið á loft sáu flugmenn vélarinnar ljósblossa á sína vinstri hönd og aðeins örskammri stundu síðar sáu þeir annan. 

Lögreglan var kölluð á vettvang og aðeins tveimur kílómetrum frá flugvellinum fundust tveir kassar fyrir sovésk flugskeyti og tvær sprengjuvörpur. Sama dag var gerð hryðjuverkaárás á hótel í Kenía. 

Flugmenn vélarinnar vissu ekki hvort að vélin hefði hlotið skaða af og hófu að undirbúa neyðarlendingu í Naíróbí. Á endanum var tekin ákvörðun um að halda á leið til Tel Aviv og þar lenti flugvélin eftir fimm klukkustunda flug.

Í Facebook-hópnum Fróðleiksmolar um flug var birt mynd af flugvélinni á Keflavíkurflugvelli og benti einn í hópnum á að vélarnar frá Arkia væru útbúnar eldflaugavarnakerfi sem sést undir skrokknum. 

Samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, var eldflaugavarnakerfi undir skrokk vélarinnar en það var aftengt af seljandanum. 

Hér að neðan má sjá tékkneskan hermann skjóta flugskeyti af sömu gerð og var skotið í átt að flugvélinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK