Á 22% hlut í Alvogen

Stórhýsið við Sæmundargötu 15-17 er að fullu leyti í eigu ...
Stórhýsið við Sæmundargötu 15-17 er að fullu leyti í eigu félags sem sjálfseignarsjóðurinn, sem Róbert setti á fót 2015, á. Húseignin er því ekki að neinu leyti í eigu Alvogen eða Alvotech. Húsið er bókfært á yfir 6 milljarða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Róbert Wessman á tilkall til ríflega 22% hlutar í lyfjafyrirtækinu Alvogen sem hann stofnaði í félagi við samstarfsmenn sína árið 2009. Hingað til hefur því verið haldið fram að Róbert eigi ekki hluti í fyrirtækinu.

Eignarhald hans hefur nú fengist staðfest á grundvelli gagna sem Morgunblaðið hefur aflað. Skjölin staðfesta að eignarhaldið teygir sig um flókið net eignarhaldsfélaga sem teygja sig frá Íslandi til Jersey, Lúxemborgar, Svíþjóðar og Bandaríkjanna.

Gengi hlutabréfa í Alvogen er ekki skráð opinberlega. Fréttaveitan Bloomberg hefur það hins vegar eftir heimildarmönnum innan fyrirtækisins að það sé metið á um 4 milljarða dollara. Sé það verðmat nærri raunveruleikanum má gera ráð fyrir að eignarhlutur Róberts, sem vistaður er í sjálfseignarsjóði á aflandseyjunni Jersey, sé metinn á allt að 90 milljarða króna.

Í Morgunblaðinu í dag er ljósi varpað á hið flókna og umfangsmikla net eignarhaldsfélaga sem rekja sig allt frá hinum ört stækkandi lyfjarisa og að sjálfseignarsjóðnum sem ætlað er að tryggja fjárhagslega velferð Róberts og fjölskyldu hans.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir