14 þúsund Airbnb nætur staðið til boða

Alls 8.162 gestgjafar settu inn 14.088 auglýsingar um útleigu á Airbnb hér á landi frá því að Airbnb kom fram á sjónarsviðið fram til ársloka 2017, samkvæmt rannsókn þeirra Lúðvíks Elíassonar og Önundar Ragnarssonar sem báðir eru hagfræðingar hjá Seðlabanka Íslands. Þeir munu fjalla um rannsóknina á málstofu um áhrif Airbnb á húsnæðismarkað hér á landi, í Seðlabankanum í dag kl. 15.

Á árinu 2017 var heildarfjöldi íbúða á Íslandi samkvæmt rannsókninni 134.000. „Ef gert er ráð fyrir möguleikanum á því að hver eign sé skráð oftar en einu sinni, þá er hlutfall húsnæðis sem skráð er á Airbnb allt að 10%,“ segir í skýrslunni.

Fram til desember árið 2017 námu heildartekjur frá útleigu í gegnum Airbnb um 32 milljörðum króna, sem, eins og segir í skýrslunni, samsvarar um 1,3% af þjóðarframleiðslu Íslands árið 2017.

Ennfremur segir í skýrslunni að áætlað sé að um 1.676 íbúðir hafi verið teknar frá fyrir Airbnb-útleigu á árinu 2017, þar af 1.215 á höfuðborgarsvæðinu, en þar er miðað við íbúðir sem eru leigðar í meira en 150 nætur á 12 mánaða tímabili.

Svarar til 15% hækkunar

Samantekt hagfræðinganna leiðir í ljós að rekja megi um 2% hækkun raunverðs íbúðarhúsnæðis á ári til aukinna umsvifa Airbnb á síðustu þremur árum, en það svarar til um 15% af þeirri hækkun sem orðið hefur á íbúðaverði á þeim tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK