Félag Pálma í Fons gjaldþrota

mbl.is/Þorkell

Einkahlutafélagið FE-9 sem áður bar nafnið Fengur hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2017 nema skuldir þess 2,9 milljörðum króna.  

Greint er frá gjaldþrotaskiptunum í Lögbirtingarblaðinu. Fengur er í eigu Pálma Haraldssonar, sem kenndur er við Fons, gegnum félagið Academy sárl. sem er skráð í Lúxemborg. 

Jó­hann­es Krist­ins­son og Pálmi Har­alds­sonk keyptu ráðandi hlut í Iceland Express árið 2004 af stofnendum flugfélagsins. Þeir voru einnig viðskiptafélagar gegnum Feng sem tók í nóvember 2008 yfir 92% hlut í Ice­land Express með 300 millj­óna eig­in­fjár inn­spýt­ingu. Helstu eignir Fengs voru flugfélögin Iceland Express og Astraeus.

Iceland Express var tekið til gjaldþrota­skipta í mars 2013, en í októ­ber árið áður hafði WOW air tekið all­an flugrekst­ur Ice­land Express yfir. Kröfur á hendur flugfélaginu námu 1,3 milljörðum um 300 milljónir fengust upp í kröfurnar. 

mbl.is fór ít­ar­lega yfir langa sögu flugfé­lags­ins þegar WOW tók yfir flugrekst­ur þess árið 2012. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK