Hannes hættur sem forstjóri

Hannes Smárason.
Hannes Smárason. mbl.is/Brynjar Gauti

Hannes Smárason hefur látið af störfum sem forstjóri WuXi Nextcode, rúmu ári eftir að hann tók við starfinu. Hann mun starfa sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu ásamt því að ráðast í sín eigin frumkvöðlaverkefni. 

Þetta kemur fram í frétt Bio-ItWorld. Þar segir að Rob Brainin varaforstjóri taki við forstjórastarfinu frá og með deginum í dag. 

Hannes er einn af stofnendum Nextcode Health sem var komið á fót árið 2013. Hann sá um yfirtöku WuXi Apptec á Nextcode árið 2015 en starfsemi sameinaðs fyrirtækis snýst um að nota upp­lýs­ing­ar um erfðamengi til þess að upp­götva virkni ákveðinna gena. Hann tók við forstjórastöðunni í febrúar 2017. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK