Annað skip af fjórum í gagnið

Skammt er síðan Frigg w, systurskip Freyju w, var tekið ...
Skammt er síðan Frigg w, systurskip Freyju w, var tekið í notkun.

Hollenska flutningafyrirtækið Cargow, sem er í meirihlutaeigu Íslendinga, hefur nú tekið við öðru af þeim fjórum systurskipum sem það hefur látið smíða í Kína.

Skipin verða í förum milli Reyðarfjarðar, Rotterdam í Hollandi og Mosjøen í Noregi. Annast þau að megninu til flutninga fyrir álverksmiðjur Alcoa en í því felst flutningur á álafurðum frá Íslandi og Noregi og rafskautum frá Noregi til Íslands.

Fyrr á þessu ári tók fyrirtækið í gagnið Frigg w en í dag bætist Freyja w í hóp þeirra fjögurra skipa sem sigla milli fyrrnefndra hafna. Leggur skipið af stað áleiðis til hafnar á Reyðarfirði í dag og er áætluð koma þess þangað á mánudag, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir