Ekki slakað á bindiskyldunni í bráð

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Ljósmynd/Aðsend

Seðlabankinn telur að ekki sé tilefni til að slaka á hinni sérstöku bindiskyldu. Þær aðstæður munu hins vegar skapast á næstu misserum gangi spár eftir og breytist aðstæður á erlendum fjármálamörkuðum, og fyrr ef einhverjir þeir atburðir verða sem valda því að spenna slaknar hraðar og sérstaklega ef hún snýst í slaka.

Þetta kom fram í yfirlýsingu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á blaðamannafundi í Seðlabankanum í morgun. Sagði Már að almennt mætti segja að aðstæðurnar til slökunar bötnuðu eftir því sem vaxtamunur minnkaði, gengi lækkaði og spenna slaknaði.

„Farið er að slakna á spenna í þjóðarbúskapnum. Hún þó enn veruleg og ekki tilefni til að grípa til sérstakra aðgerða til að örva eftirspurn, hvort sem það er með örvun erlendrar fjárfestingar eða með öðrum hætti. Það eru því ekki rök fyrir slökun á bindiskyldunni nú að það þurfi að örva þjóðarbúskapinn. Slíkar aðstæður geta hins vegar auðvitað skapast síðar,“ segir í yfirlýsingu seðlabankastjóra. 

Samkvæmt lögum eru breytingar á bindiskyldunni gerðar af Seðlabanka Íslands og að fengnu samþykki fjármála- og efnahagsráðherra. Seðlabankinn hefur hins vegar talið eðlilegt í ljósi náinna tengsla á milli hinnar sérstöku bindiskyldu og miðlunarferlis peningastefnunnar að breytingar á henni verði aðeins gerðar að höfðu samráði við peningastefnunefnd.

Yfirlýsingu seðlabankastjóra má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK