Hafna sáttaviðræðum vegna kaupa N1 á Festi

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt N1 að ekki verðið orðið við ósk olíufélagsins um sáttaviðræður vegna kaupa á Festi. Telur stofnunin ástæðu til þess að rannsaka málið frekar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu N1 til Kauphallarinnar. N1 skrifaði í vetur undir samning vegna kaupa á Festi sem er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins. 

Í lok febrúar barst N1 andmælaskjal frá Samkeppniseftirlitinu sem telur að samruninn raski samkeppni. N1 var ósammála niðurstöðu andmælaskjalsins og skilaði inn athugasemdum við andmælaskjalið fyrir lok tilskilins frests. Samhliða var óskað eftir sáttaviðræðum og settar fram hugmyndir að skilyrðum.

Með bréfi dags. 14. mars 2018 hefur Samkeppniseftirlitið tilkynnt N1 að stofnunin telji ástæðu til þess að rannsaka málið frekar að teknu tilliti til framkominna athugasemda. Muni því ekki fara fram sáttaviðræður að sinni.

Vegna áframhaldandi rannsóknar eftirlitsins eru niðurstöður væntanlegar í síðasta lagi þann 18. apríl 2018. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki í lok annars ársfjórðungs 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK