Höfða mál gegn Apple og Google

AFP

Franska ríkið ætlar að höfða mál gegn bandarísku tæknifyrirtækjunum Google og Apple vegna svívirðilegra viðskiptahátta þeirra, segir fjármálaráðherra Frakklands, Bruno Le Maire.

Hann segist trúa á hagkerfi sem byggi á réttlæti og því muni franska ríkið draga Google og Apple fyrir verslunarrétt í París fyrir viðskiptahætti sem fyrirtækin stundi gagnvart frönskum nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta sagði Le Marie í viðtali við RTL útvarpsstöðina í morgun. 

Hann segir að dómsmálið geti skilað sektargreiðslum upp á nokkrar milljónir evra.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir