Samfélagsbanki í gíslingu kerfisins

Und­ir­bún­ing­ur fyr­ir stofn­un sam­fé­lags­banka á Íslandi hef­ur staðið í stað vegna laga­legra hindr­ana. Talsmaður verk­efn­is­ins seg­ir verk­efnið sé nánast ófram­kvæm­an­legt eins og staðan er í dag 

„Það er búið að skrifa hindr­an­ir inn í lög­in. Til dæm­is hljóðar fyrsta grein laga um fjár­mála­starf­semi á Íslandi þannig að banki skuli vera hluta­fé­lag. Þá er búið að úti­loka alla aðra mögu­leika,“ seg­ir Hólm­steinn Brekk­an, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka leigj­enda á Íslandi, en hann vinn­ur að und­ir­bún­ingi verk­efn­is­ins. „Við höf­um reynt að finna aðrar leiðir inn­an lag­aramm­ans og munum halda því áfram en það hef­ur hrein­lega ekki gengið hingað til.“

Sam­fé­lags­banki er banki sem sinn­ir ein­göngu viðskipta­banka­starf­semi, þ.e. inn­lán­um út­lán­um, færsluþjón­ustu o.s.frv. Það er eng­inn eig­in­leg­ur eig­andi því hann er rek­inn sem sjálf­seign­ar­stofn­un sem sinn­ir nærum­hverf­inu.  

Hólm­steinn seg­ir að und­ir­bún­ings­hóp­ur verk­efn­is­ins hafi fengið vilja­yf­ir­lýs­ingu frá Spar­kassen, þýska sam­fé­lags­bank­an­um, um að veita þekk­ing­ar­leg­an og tækni­leg­an stuðning. Stjórn­völd þurfi hins veg­ar að breyta lag­aramm­an­um til þess að unnt sé að hrinda þessu í verk. „Þetta er nánast ófram­kvæm­an­legt eins og sak­ir standa.“

Erfitt að koma leigufélagi á fót

Hólm­steinn vann einnig að stofn­un óhagnaðardrif­ins leigu­fé­lags í Reykja­nes­bæ, Íbúðafélags Suðurnesja hsf., sem var stofnað í sept­em­ber 2017. Aft­ur hindraði kerfið fram­göngu verk­efn­is­ins og nú 6 mánuðum síðar hef­ur fé­lagið hvorki fengið kenni­tölu né skrán­ingu. Hólm­steinn seg­ir að frá því í sept­em­ber til dags­ins í dag hafa farið um 200 vinnustundir, lögfræðivinna og ann­ar kostnaður í að reyna að út­búa samþykkt­ir fyr­ir embætti rík­is­skatt­stjóra sem sam­ræm­ast lög­un­um. Samþykkt­ir hafi verið end­urunn­ar að minnsta kosti fimm sinn­um og vinnu­skjöl­in séu um þúsund blaðsíður. 

„Það er fullur skilningur á því að Rík­is­skatt­stjóri hafi ekk­ert annað til að fara eft­ir en lög sem eru mein­gölluð. Það eru eng­ar reglu­gerðir og eng­in til­mæli frá ráðuneyt­inu um hvernig þessu skuli háttað.“

Spurður um laga­leg­ar hindr­an­ir nefn­ir Hólm­steinn að lög­in séu ein­skorðuð við bú­setu­rétt. 

„Mun­ur­inn á bú­setu­rétti og leigu­rétti er sá að bú­setu­rétt­ur er versl­un­ar­vara en ekki leigu­rétt­ur. Það er al­gjör­lega óheim­ilt að versla með leigu­rétt en þú mátt gera það með bú­setu­rétt. Það er óheppi­legt að binda lög­gjöf við eitt­hvað eitt form,“ seg­ir Hólm­steinn. „Og talandi um þekk­ing­ar­leysi hafa þing­menn kallað eft­ir víðtæk­ari lausn­um á hús­næðismarkaðinun en hafa eng­an skiln­ing á því að lög­gjöf­in er ekki til staðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir