Semja um verð á afríska ríkisfélaginu

Stjórnvöld á Grænhöfðaeyjum bíða eftir því að Icelandair fari yfir verð og greiðsluskilmála í tengslum við einkavæðingu ríkisflugfélagsins TACV á Grænhöfðaeyjum. Þetta er haft eftir fjármálaráðherra Grænhöfðaeyja.

Greint var frá því á mbl.is í vetur að Loftleiðum Icelandic, dótturfélagi Icelandair, stæði til boða að kaupa meirihluta hlutafjár í flug­fé­lag­inu TACV á Græn­höfðaeyj­um þegar fé­lagið verður einka­vætt. Unnið er að því að byggja upp alþjóðlega tengimiðstöð á flug­vell­in­um þar í landi. 

Í frétt Aviator er haft eftir Olavo Correia, fjármálaráðherra Grænhöfðaeyja, að endanleg ákvörðun sé í nánd.

„Stjórnvöld bíða eftir því að fyrirtækið [Icelandair] fari yfir og semji um verð og greiðsluskilmála. Það er áhugi af hálfu Icelandair á því að gerast hluthafi en ég geti ekki fullyrt að af því verði.“

Loft­leiðir Icelandic und­ir­rituðu ráðgjaf­ar­samn­ing við stjórn­völd á Græn­höfðaeyj­um síðasta sum­ar. Samn­ing­ur­inn fel­ur í sér að Loft­leiðir aðstoði rík­is­stjórn eyj­anna við að bæta rekst­ur rík­is­flug­fé­lags­ins TACV í einka­væðing­ar­ferli sem unnið er í sam­starfi við Alþjóðabank­ann.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir