Vaxtastefna Seðlabankans illskiljanleg

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ljósmynd/Óli Björn Kárason

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis gagnrýnir vaxtastefnu Seðlabanka Íslands og segir hana draga úr vexti hagkerfisins þegar öll merki séu um að hægjast sé á hjólum efnahagslífsins eftir mikinn vöxt á undanförnum árum.

Óli Björn Kárason, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir á Facebook-síðu sinni í dag ákvöðun Seðlabankans um að halda vöxtum óbreyttum valda vonbrigðum. Hann segir að eins sé „erfitt að skilja hvers vegna Seðlabankinn breytir ekki framkvæmd innflæðishafta sem hafa leitt til hærri vaxtakostnaðar heimila og fyrirtækja og um leið dregið úr áhrifum peningastefnunnar sjálfrar.“

Bendir Óli á að hagvöxtur á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hafi verið 1,5% samanborið við sama fjórðung 2016. Á ársgrunni sé þetta minnsti hagvöxtur frá fyrstu þremur mánuðum ársins 2014 þegar hann hafi verið neikvæður. Þótt í flestur sé ástæða til verulegrar bjartsýni valdi áhyggjum að fjárfestingar atvinnuveganna séu ekki nægjanlegar.

Fjárfestingar í heild hafi þannig aðeins aukist um 9% á síðasta ári sem værimun minna en á síðustu árum. Atvinnuvegafjárfestingar hafi einungis aukist um 4% en bent væri á í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans að vöxturinn hafi verið 18-30% á árunum 2014-2016. Að frádregnum skipum og flugvélum væri vöxtur slíkra fjárfestinga aðeins 2,8%. 

„Þegar horft er á þessar tölur verður enn erfiðara að skilja vaxtastefnu Seðlabankans. Innflæðishöftin, þar sem engin greinarmunur er gerður á langtímafjárfestingum og vaxtamunaviðskiptum, auka síðan skaðann.“

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir